Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   mán 07. október 2024 23:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Væri erfitt að hafna Man Utd

Angel Gomes, miðjumaður Lille, segir að það yrði erfitt að hafna Man Utd ef hann fengi tækifæri til að snúa aftur til félagsins.


Gomes er 24 ára gamall en hann er uppalinn hjá Man Utd. Hann gekk til liðs við Lille árið 2020 en hann lék tíu leiki fyrir Man Utd á sínum tíma.

Hann hefur verið orðaður við Man Utd undanfarið.

„Það verður alltaf sterk tilfinningaleg tengsl þarna svo það væri auðvitað erfitt að segja nei," sagði Gomes.

„Eins frábært og það væri, eftir að ég fann gleðina erlendis, þá veit ég að úrvalsdeildin er ekki nafli alheimsins."


Athugasemdir
banner