Brennan Johnson, leikmaður Tottenham, lokaði á Instagram reikning sinn í kjölfar taps Tottenham gegn Arsenal um miðjan síðasta mánuð. Hann varð fyrir aðkasti eftir dapra frammistöðu í leiknum.
Í kjölfar leiksins gegn Arsenal hefur Johnson spilað sex leiki og skorað í þeim öllum. Hann hefur skorað gegn Brentford, Manchester United og Brighton í deildinni, Coventry í deildabikarnum og Qarabag og Ferencvaros í Evrópudeildinni.
Hann skoraði fyrra mark Tottenham í gær í 3-2 tapi gegn Brighton eftir undirbúning Dominic Solanke.
Johnson kemur til Íslands á fimmtudaginn og spilar gegn íslenska landsliðinu á föstudag þegar það velska heimsækir Laugardalsvöll í Þjóðadeildinni. Johnson er lykilmaður í landsliðinu og verður að öllum líkindum í byrjunarliði Wales.
Leikur Íslands og Wales hefst klukkan 18:45 á föstudagskvöld.
Athugasemdir