Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, er ekki sáttur við það hvernig hefur verið komið fram við Brennan Johnson eftir tapið gegn Arsenal á dögunum.
Johnson þurfti að loka Instagram-reikningi sínum eftir leikinn gegn Arsenal þar sem hann fékk svo mikið hatur í sinn garð.
Johnson þurfti að loka Instagram-reikningi sínum eftir leikinn gegn Arsenal þar sem hann fékk svo mikið hatur í sinn garð.
Johnson átti ekki sinn besta leik og voru margir fljótir að spúa hatri í hans átt.
„Ég hata að þetta sé bara orðið venjulegt," sagði Postecoglou er hann var spurður út í það að Johnson hafi lokað reikningi sínum á samfélagsmiðlum.
„Þú ert að tala um ungan dreng sem skortir sjálfstraust í augnablikinu. Hlutirnir hafa ekki alveg fallið með honum. En hann kemur hingað á hverjum degi og leggur sig gríðarlega mikið fram. Hann er að gera allt rétt og er að reyna svo mikið að vera leikmaðurinn sem hann vill vera. Þetta er að særa hann mikið."
„Það er ekki eins og honum sé drullusama og hann mæti alltaf seint. Glæpurinn hans er að hann er ekki að standa sig eins vel og fólk vill," sagði Postecoglou.
Johnson er á sínu öðru tímabili hjá Tottenham eftir að hafa verið keyptur frá Nottingham Forest fyrir 45 milljónir punda.
Athugasemdir