Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   mán 07. október 2024 13:55
Elvar Geir Magnússon
Heimild: KSÍ 
Yfir 4 þúsund miðar seldir á Ísland - Wales
Icelandair
Stuðningsmenn Wales hafa keypt 1/4 af seldum miðum.
Stuðningsmenn Wales hafa keypt 1/4 af seldum miðum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland mætir Wales á Laugardalsvelli á föstudag í Þjóðadeild UEFA, í fyrri heimaleiknum af tveimur í október.

Rétt rúmlega fjögur þúsund miðar eru seldir á Ísland - Wales. Þar af eru um eitt þúsund miðar til stuðningsmanna velska liðsins. Tæplega 2 þúsund miðar hafa verið seldir á Ísland - Tyrkland sem verður á mánudag.

Miðasala á báða leiki er í fullum gangi á vefsvæði Tix. Báðir leikir hefjast kl. 18:45.

Wales er með fjögur stig eftir fyrstu tvær umferðirnar í riðlinum, en Walesverjar byrjuðu á því að gera markalaust jafntefli við Tyrkland og unnu síðan 2-1 útisigur á Svartfellingum. Ísland er með 3 stig og markatöluna 3-3 eftir tveggja marka sigur gegn Svartfjallalandi á Laugardalsvellinum og tveggja marka tap gegn Tyrklandi í Izmir.

Ísland hefur einu sinni unnið Wales í sjö viðureignum í A landsliðum karla. Sá sigur kom á Laugardalsvelli í undankeppni HM 1986 og skoraði Magnús Bergs eina mark leiksins. Þetta reyndust einu stig íslenska liðsins í fjögurra liða riðli, þar sem einnig voru lið Skotlands og Spánar.


Athugasemdir
banner
banner
banner