Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 07. nóvember 2022 09:40
Elvar Geir Magnússon
Grétar Rafn segir Conte með svipað hugarfar og Lagerback
Grétar Rafn Steinsson.
Grétar Rafn Steinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grétar Rafn Steinsson er í stóru starfi hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Tottenham þar sem hann starfar sem 'Performance Director'.

„Ég vinn með Fabio Paratici og fyrir hans hönd sé ég um að fylgjast með leikmönnum, akademíunni, íþróttavísindum, sjúkraþjálfun, láni á leikmönnum og fleiru. Þetta er viðamikið," segir Grétar í viðtali við Tómas Þór Þórðarson sem ræddi við hann á heimavelli Tottenham í gær.

„Ég vinn náið með leikmönnum og ferðast í alla leiki, allar þessar deildir snerta á því sem gerist inni á vellinum. Það er mikil skipulagning."

Grétar og Antonio Conte, stjóri Tottenham, vinna náið saman en þeir fögnuðu saman í stúkunni á dögunum þegar liðið komst áfram í Meistaradeildinni. Grétar líkir hegðun og hugarfari Conte við það sem Lars Lagerback, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, er með.

„Hann er frábær. Mikill stjóri, mikill persónuleiki. Hann hefur mikinn metnað og smitar það út frá sér út inn í allt saman. Hann býr yfir öllu því sem menn á hæsta stigi eru með. Þeir sem ég hef unnið með, hvort sem það er Van Gaal, Ancelotti eða Lagerback, þeir hafa hegðun og hugarfar sem topp einstaklingar hafa. Conte býr yfir einstökum persónuleika sem drífur allt áfram," segir Grétar.

Siglfirðingurinn er virkilega ánægður hjá Tottenham.

„Þetta er umhverfi sem ég þrýst mjög vel í. Pressan, ábyrgðin og kröfurnar sem hann setur og við setjum á okkur sjálfa henta mér mjög vel. Ég nýt þess að vera hér," segir Grétar en viðtalið má sjá í heild hér að neðan.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner