Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 07. nóvember 2022 13:50
Elvar Geir Magnússon
Tilbúnir að hlusta á tilboð í Liverpool
Mynd: Getty Images
Bandaríska eignarhaldsfélagið Fenway Sports Group hefur staðfest að það sé tilbúið að hlusta á tilboð í félagið.

The Athletic greindi fyrst frá því að FSG sem hefur átt Liverpool síðan 2010 væri opið fyrir því að selja þetta sögufræga fótboltafélag.

Í yfirlýsingu FSG segir að í gegnum árin hafi margir sýnt því áhuga að kaupa félagið.

„FSG hefur áður sagt það að undir réttum kringumstæðum erum við opin fyrir nýjum hluthöfum ef það þjónar hagsmunum Liverpool sem félags. FSG leggur enn alla áherslu á velgengni Liverpool innan sem utan vallar," segir í tilkynningunni.

FSG neitar því ekki að Liverpool sé til sölu en málið er allt á byrjunarstigi og enn óvíst hvort félagið verði selt.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner