Arsenal, Chelsea og Man Utd hafa áhuga á Vlahovic - Liverpool reynir að halda stjörnunum - City gæti krækt í Zubimendi
   fim 07. nóvember 2024 20:54
Brynjar Ingi Erluson
Þriðja tapið í röð hjá Jóa Berg - AGF áfram í bikarnum eftir framlengdan leik
Lið Jóa Berg er að fara í gegnum erfiðan kafla
Lið Jóa Berg er að fara í gegnum erfiðan kafla
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Berg Guðmundsson og liðsfélagar hans í Al Orubah töpuðu þriðja leiknum í röð í úrvalsdeildinni í Sádi-Arabíu í kvöld er liðið beið lægri hlut fyrir Al Ittihad, 2-0, á heimavelli.

Al Orubah er nýliði í deildinni og fór þokkalega af stað en liðinu hefur ekki tekist að skora í síðustu þremur leikjum og fengið sig á níu mörk.

Jóhann Berg lék allan leikinn í liði heimamanna. Moussa Diaby, Steven Bergwijn, Ngolo Kanté og Fabinho voru allir í byrjunarliði Al Ittihad

Al Orubah er í 12. sæti deildarinnar með 10 stig, þremur stigum fyrir ofan fallsæti en Al Ittihad á toppnum með 27 stig.

Mikael Neville Anderson kom þá inn af bekknum í síðari hálfleik er AGF rétt skreið áfram í 8-liða úrslit danska bikarsins.

AGF var að mæta C-deildarliði Skive og gerði Uwe Rösler, þjálfari AGF, því margar breytingar á liðinu. Það var heldur áhættusöm ákvörðun hjá Rösler.

Skive komst yfir á 23. mínútu en gestirnir í AGF jöfnuðu snemma í þeim síðari. Undir lok leiksins fengu heimamenn vítaspyrnu sem Martin Huldahl skoraði úr og útlit fyrir að AGF væri á leið úr bikarnum.

Rösler setti bestu leikmennina inn á í síðari hálfleik, þar á meðal Mikael Neville Anderson og Mads Madsen, en sá síðarnefndi náði að gera jöfnunarmarkið seint í uppbótartíma áður en Gift Links tryggði sigurinn í framlengingu.

AGF er því komið áfram og mætir Bröndby í tveggja leikja rimmu í 8-liða úrslitum. Leikirnir fara fram 7. og 14. desember næstkomandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner