Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 07. desember 2019 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rashford: Verður að standa við bakið á stjóranum og ferlinu
Marcus Rashford hefur verið mjög öflugur að undanförnu.
Marcus Rashford hefur verið mjög öflugur að undanförnu.
Mynd: Getty Images
Marcus Rashford átti skínandi leik þegar Manchester United bar sigur úr býtum gegn nágrönnum sínum í Manchester City á Etihad-vellinum í kvöld.

Rashford, sem hefur verið mjög öflugur að undanförnu, kom United yfir með marki úr vítaspyrnu. Man Utd vann leikinn 2-1.

„Það var mjög gaman að spila þennan leik, sérstaklega í fyrri hálfleiknum. Þetta er stórkostleg tilfinning, við hefðum getað farið inn í hálfleikinn þremur eða fjórum mörkum yfir," sagði Rashford í viðtali við BBC.

„Strákarnir voru magnaðir í dag, allir sem einn. Nú er áskorunin að halda svona áfram. Okkur mjög vel að beita skyndisóknum, en það neikvæða er að það gekk bara vel í 30-40 mínútur. Þeir eru með marga leikmenn í hæsta klassa og það getur tekið á að spila gegn þeim."

Um vítaspyrnumarkið sagði Rashford: „Ég reyndi að vera rólegur og ná fyrsta markinu. Þetta var mikilvægt augnablik í leiknum og það var aðalatriðið að koma okkur í góða stöðu. Við hefðu getað skorað þrjú eða fjögur í viðbót."

Man Utd er í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar, fimm stigum frá Meistaradeildarsæti.

„Við höfum ekki verið að sýna mikinn stöðugleika í byrjun tímabils. Við erum með ungt lið og það eina sem við getum gert til að ná stöðugleika er að ganga í gegnum þessa erfiðu tíma. Þú verður að standa við bakið á stjóranum og ferlinu. Ef við gerum það, þá getum við verið spenntir fyrir framtíðinni."

Man City sendi frá sér yfirlýsingu eftir leikinn vegna áhorfanda sem var með kynþáttafordóma.

„Við virðumst hafa verið að tala mikið um þetta málefni síðustu 6-8 mánuðina. Þær stofnanir sem koma að málinu þurfa að gera það rétta til að stöðva að þetta sé í leiknum. Þetta er mjög neikvætt fyrir íþróttina og landið," sagði Marcus Rashford.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner