Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 07. desember 2019 21:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Messi gerði þrennu í sigri Barcelona
Messi með Ballon D'or verðlaunin fyrir leik í kvöld.
Messi með Ballon D'or verðlaunin fyrir leik í kvöld.
Mynd: Getty Images
Lionel Messi, sem var kjörinn besti fótboltamaður í heimi síðasta mánudag, skoraði þrennu þegar Barcelona fór með sigur af hólmi gegn Mallorca í spænsku úrvalsdeildinni.

Antoine Griezmann gerði fyrsta mark leiksins á sjöundu mínútu og bætti Messi við marki tíu mínútum síðar. Ante Budimir minnkaði muninn fyrir Mallorca, en fyrir leikhlé höfðu Messi og Luis Suarez skorað mörk númer þrjú og fjögur fyrir Barcelona.

Mark Suarez var glæsilegt, en hann skoraði með hælnum. Markið má sjá hérna.

Budimir minnkaði muninn aftur fyrir Mallorca, en á 83. mínútu fullkomnaði Messi þrennu sína og þar við sat. Lokatölur 5-2 fyrir Barcelona.

Börsungar eru komnir aftur á topp deildarinnar, en Barcelona og Real Madrid eru með jafnmörg stig. Barcelona og Real mætast í El Clasico þann 18. desember næstkomandi.

Það var mikið skorað í spænsku úrvalsdeildinni í dag. Granada vann 3-0 sigur á Alaves og Valencia kom til baka gegn Levante og vann 4-2 sigur.

Barcelona 5 - 2 Mallorca
1-0 Antoine Griezmann ('7 )
2-0 Lionel Andres Messi ('17 )
2-1 Ante Budimir ('35 )
3-1 Lionel Andres Messi ('41 )
4-1 Luis Suarez ('43 )
4-2 Ante Budimir ('64 )
5-2 Lionel Andres Messi ('83 )

Granada CF 3 - 0 Alaves
1-0 Carlos Fernandez ('48 )
2-0 Roberto Soldado ('58 , víti)
3-0 Yangel Herrera ('77 )
Rautt spjald: Wakaso Mubarak, Alaves ('67), Victor Laguardia, Alaves ('90)

Levante 2 - 4 Valencia
1-0 Roger Marti ('11 )
2-0 Roger Marti ('20 , víti)
2-1 Roger Marti ('45 , sjálfsmark)
2-2 Kevin Gameiro ('57 )
2-3 Kevin Gameiro ('59 )
2-4 Ferran Torres ('88 )
Rautt spjald:Eliseo, Levante ('74)

Önnur úrslit:
Spánn: Benzema skoraði og lagði upp


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner