Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 07. desember 2021 18:08
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ísland mætti standa fyrir sínu - „Fínt að fá smá snjó og slyddu"
Hafrún Rakel í svörtu og grænu.
Hafrún Rakel í svörtu og grænu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þau Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks, og Hafrún Rakel Halldórsdóttir, leikmaður liðsins, sátu fyrir svörum á fréttamannafundi fyrir leik Breiðabliks gegn Real Madrid í Meistaradeild kvenna á morgun.

Leikurinn fer fram á Kópavogsvelli og er fimmti leikur liðsins í riðlakeppninni.

Breiðablik setti inn Twitter-færslu í síðust viku af Kópavogsvelli snævi þökktum. Blikar sögðu Madrídingum að koma með snjósleða með sér.

Hafrún var spurð hvort að Blikar hefðu ekki viljað að íslenska veðrið væri ekki aðeins meira með Blikum í liði.

„Jú, það væri frábært. Ég væri til í ef Ísland myndi standa fyrir sínu og gefa okkur smá snjó og slyddu. Það væri fínt," sagði Hafrún.

Ási var einnig spurður út í veðrið. „Það er veisla að spila fótbolta núna og auðvitað vill maður hafa þær þannig að þær séu fótboltavænar. En auðvitað úrslitalega séð, ef ég horfi í það, þá held ég að það sé eitthvað til í því sem Hafrún er að segja," sagði Ási.

Leikurinn á morgun hefst klukkan 20:00. Hann er í beinni útsendingu á YouTube og beinni textalýsingu hér á Fótbolti.net.



Meistaradeild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
Athugasemdir
banner
banner