Manchester United tapaði æfingaleik gegn Cadiz 4-2 á Spáni í kvöld.
Cadiz komst í 2-0 en Anthony Martial minnkaði muninn úr vítaspyrnu, hinn 17 ára gamli Kobbie Mainoo jafnaði metin fyrir United áður en Cadiz kláraði leikinn.
Erik ten Hag var alls ekki ánægður með sína menn í upphafi leiksins.
„Þetta er nokkuð ljóst, við vorum ekki vaknaðir fyrstu 15 mínúturnar. Við vorum búnir að undirbúa þá. Við vissum að þeir væru sterkir í skyndisóknum og það sýndi sig í öðru markinu, þetta má ekki gerast," sagði Ten Hag.
„Menn voru ekki vakandi, sérstaklega á miðjunni, við vorum yfirspilaðir, þetta er óásættanlegt. Fyrsta markið úr föstu leikatriði, lélegt skipulag og við fáum á okkur mark."
Athugasemdir