Diaz, Salah, Gallagher, Jorginho, Greenwood, Cancelo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 07. desember 2023 23:20
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Dyche: Hefðum tapað svona leik á síðasta tímabili
Mynd: EPA

Sean Dyche var himinlifandi eftir magnaðan 3-0 sigur Everton á Newcastle í kvöld.


Everton spilaði vel í leiknum en staðan var hins vegar markalaus í hálfleik. Flóðgáttirnar opnuðust þegar Kieran Trippier gerði sig sekan um slæm mistök og Dwight McNeil nýtti sér það og kom Everton í forystu.

„Við höfum verið í frábæru formi á þessari leiktíð. Við töluðum um það að halda áfram að sýna góða frammistöðu og trúa því að við getum skorað mörk," sagði Dyche.

„Við höfum spilað betur hérna og ekki náð í sigur. Það er brjálæðið við fótboltann. Ég sagði við þá í hálfleik að þeir hafi spilað mjög vel og þeir yrðu að halda því áfram. Að ná tökum aftur á leiknum var mjög ánægjulegt fyrir mig. Við hefðum tapað svona leik á síðasta tíambili en nú gripum við tækifærið."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner