Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 08. janúar 2019 19:55
Elvar Geir Magnússon
Doha
Fyrsti æfingadagur að baki í Doha - Æft á mögnuðu svæði
Sjáðu póstkort frá Katar
Icelandair
Frá æfingu landsliðsins í Katar í kvöld.
Frá æfingu landsliðsins í Katar í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Eiður Aron og Willum Þór á æfingunni.
Eiður Aron og Willum Þór á æfingunni.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Erik Hamren.
Erik Hamren.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Janúarverkefni íslenska landsliðsins í Doha í Katar er farið af stað en landsliðshópurinn mætti í Persaflóann seint í gærkvöldi.

Ekki er um opinberan landsleikjadag að ræða og flestir leikmenn í hópnum spila á norðurlöndunum. Birkir Már Sævarsson er eini leikmaðurinn í hópnum sem hefur verið í stóru hlutverki hjá landsliðinu að undanförnu.

Hópurinn verður í Doha fram í næstu viku og leikur tvo vináttulandsleiki, gegn Svíum á föstudag og svo gegn Eistum á þriðjudaginn í næstu viku.

Æft var við Aspire akademíuna í kvöld en um er að ræða eitt allra besta æfingasvæði heims. Þar rétt við er Khalifa leikvangurinn, einn af leikvöngunum sem notaðir verða á HM 2022 og er sá eini af þeim sem er tilbúinn.

Hinn efnilegi Jón Dagur Þorsteinsson gat ekki tekið þátt í allri æfingunni sem fram fór í kvöld en hann er að glíma við einhver meiðsli. Þá er Kolbeinn Birgir Finnsson, sem kallaður var inn í hópinn, ekki mættur til Doha en hann er væntanlegur á morgun.




Hópurinn sem er úti í Katar.

Markmenn:
Ingvar Jónsson - Viborg
Frederik Schram - Roskilde
Anton Ari Einarsson - Valur

Varnarmenn:
Birkir Már Sævarsson - Valur
Hjörtur Hermannsson - Bröndby
Böðvar Böðvarsson - Jagiellonia
Adam Örn Arnarson - Álasund
Eiður Aron Sigurbjörnsson - Valur*
Davíð Kristján Ólafsson - Breiðablik*
Axel Óskar Andrésson - Viking*

Miðjumenn:
Arnór Smárason - Lilleström
Eggert Gunnþór Jónsson - SönderjyskE
Samúel Kári Friðjónsson - Valerenga
Guðmundur Þórarinsson - Norrköping
Aron Elís Þrándarson - Álasund
Hilmar Árni Halldórsson - Stjarnan
Jón Dagur Þorsteinsson - Vendsyssel
Alex Þór Hauksson - Stjarnan*
Willum Þór Willumsson - Breiðablik*
Kolbeinn Birgir Finnsson - Brentford*

Sóknarmenn:
Óttar Magnús Karlsson - Mjallby
Kristján Flóki Finnbogason - Start
Andri Rúnar Bjarnason - Helsingborg

*Leikmenn sem eiga engan A-landsleik.
Athugasemdir
banner
banner