Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   mið 08. janúar 2020 17:13
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Liverpool lánar Isaac Christie-Davies til Belgíu (Staðfest)
Miðjumaðrinn Isaac Christie-Davies hefur verið lánaður frá Liverpool til Cercle Brugge í Belgíu.

Davies verður hjá Cercle út þessa leiktíð. Hann er 22 ára og spilaði sinn fyrsta leik fyrir Liverpool þegar hann lék gegn Aston Villa í deildabikarnum í desember.

Cercle er um þessar mundir í neðsta sæti efstu deildar í Belgíu með ellefu stig eftir 21 leik.

Christie-Davies gæti leikið sinn fyrsta leik þegar Cercle fær Royal Antwerp í heimsókn eftir rúma viku.


Athugasemdir
banner