Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   mið 08. janúar 2020 16:30
Magnús Már Einarsson
Tottenham gæti krækt í miðjumann á láni
Tottenham er að íhuga að bæta við sig miðjumanni á láni eftir að ljóst varð að Moussa Sissoko verður frá næstu þrjá mánuðina vegna meiðsla á hné.

Sissoko hefur byrjað alla leiki Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í vetur fyrir utan einn.

Eric Dier hefur byrjað tólf leiki á tímabilinu og þeir Tanguy Ndombele og Harry Winks hafa báðir byrjað þrjá deildarleiki síðan Jose Mourinho tók við í nóvember.

Victor Wanyama og Oliver Skipp hafa einungis byrjað einn deildarleik hvor á tímabilinu og Giovani lo Celso hefur ekki náð að festa sig í sessi síðan hann kom frá Real Betis á láni.

Tottenham gæti því leitað á markaðinn til að bæta miðjumanni við hópinn á næstu dögum.
Athugasemdir
banner