Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 08. janúar 2020 09:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
United lánar Hamilton til Bolton (Staðfest)
Ethan Hamilton í varaliðsleik hjá United fyrir tæpum tveimur árum.
Ethan Hamilton í varaliðsleik hjá United fyrir tæpum tveimur árum.
Mynd: Getty Images
Ethan Billy Hamilton hefur verið lánaður til Bolton Wanderers sem leikur í League One á Englandi, þriðju efstu deild.

Hamilton var á láni hjá Southend fyrri hluta tímabils en var kallaður til baka þaðan og sendur á lán annað. Hamilton er skoskur miðjumaður sem gekk í raðir United frá Hutchison Vale árið 2015.

Seinni hluta tímabilsins í fyrra var hann á láni hjá Rochdale og skoraði hann fjögur deildarmörk fyrir félagið en þar var Keith Hill við stjórnvölinn sem nú stýrir Bolton.

Hamilton, sem er 21 árs, verður því hjá Bolton út leiktíðina. Bolton er á botni deildarinnar en einungis tveimur stigum frá Southend og á þrjá leiki til góða.

Hamilton var í hópnum hjá Manchester United þegar liðið mætti Huddersfield í ensku FA bikakeppnninni árið 2018 en hefur ekki leikið keppnisleik fyrir félagið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner