mið 08. janúar 2020 07:15
Hafliði Breiðfjörð
Víkingar unnu milljónir í Getraunum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á laugardaginn fékk svokallað húskerfi Víkinga 13 rétta á enska getraunaseðlinum og skilaði tæplega 2.8 milljónum króna í vinning.

Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem húskerfið gefur 13 rétta, en 21. desember fengu Víkingar 4.6 milljónir í vinning.

Getraunastarf Víkinga stendur fyrir hinu getspaka húskerfi en þá leggja tipparar saman í púkk og tippa saman á einn seðil, 26% af upphæð seðilsins rennur þá beint til félagsins.

Víkingur er eitt af fjölmörgum íþróttafélögum í landinu sem býður upp á afar öflugt getraunastarf og er skemmtilegur hluti af félagsstarfinu í Víkinni, þangað eru allir velkomnir á laugardögum milli 11-13.
Athugasemdir
banner
banner
banner