Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 08. janúar 2021 23:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Elmar: Ekki mikill tilgangur í heimkomu ef góð tilboð berast hér úti
Mynd: Getty Images
Í leik með KR í desember 2018.
Í leik með KR í desember 2018.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Theódór Elmar Bjarnason skipti um áramótin yfir í Lamia frá Akhisarspor þar sem hann rifti samningi sínum vegna vangoldinna launa.

Elmar ræddi við Morgunblaðið um skiptin og var ítarleg grein birt í blaði dagsins. Hann ræddi einnig um Grikkland, Tyrkland sem og íslenska landsliðið.

Þá svaraði hann spurningum blaðamanns um mögulega heimkomu í KR. Elmar er uppalinn hjá KR og hefur undanfarin ár reglulega verið orðaður við heimkomu í Vesturbæinn.

Elmar er 33 ára gamall og á að baki 41 A-landsleik. Hann gerir fastlega ráð fyrir því að vera áfram í atvinnumennsku næstu árin.

„Ég spilaði ekkert sérstaklega vel með Gaziantep þessa sex mánuði sem ég var þar veturinn 2019, nema þá kannski alveg undir lokin í þessum stærstu leikjum. Ég spurði sjálfan mig alveg eftir þann tíma hvort ég væri nægilega góður í fótbolta ennþá," sagði Elmar við Morgunblaðið.

„Ég skipti svo til Akhisarspor um sumarið þar sem ég átti í raun mitt besta tímabil á ferlinum og þá fékk ég aftur smá neista fyrir fótboltanum."

„Ef skrokkurinn heldur og ég held áfram að fá góð tilboð hérna úti þá sé ég ekki mikinn tilgang í því að koma heim.“

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner