Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 08. janúar 2021 12:25
Magnús Már Einarsson
Keppni leyfð á Íslandi á nýjan leik (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keppni og æfingar í íþróttum verður heimiluð á nýjan leik fyrir alla aldurshópa frá og með næstkomandi miðvikudegi.

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, staðfesti þetta eftir ríkisstjórnarfund í dag.

Keppnisbann hefur verið á Íslandi síðan í byrjun október en nú er ljóst að æfingamót eins og Fótbolta.net mótið, Reykjavíkurmótið og Kjarnafæðimótið geta hafist í næstu viku.

Félög í tveimur efstu deildum á Íslandi hafa mátt æfa síðan í byrjun desember en ekki lið í neðri deildum.

Nú mega allir aldurshópar æfa og keppa samkvæmt nýjum takmörkunum sem taka gildi á miðvikudaginn.
Athugasemdir
banner
banner