Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 08. janúar 2022 20:14
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Enski bikarinn: Everton og Southampton áfram eftir framlengingu
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Úrvalsdeildarfélögin Everton og Southampton lentu í vandræðum í FA bikarnum í kvöld.

Everton heimsótti Hull en Heimamenn komust yfir strax á fyrstu mínútu. Demarai Gray og Andre Gomes sáu til þess að Everton var 2-1 yfir í hálfleik.

Hull jafnaði metin eftir rúmlega 70 mínútna leik og þannig var staðan þegar flautað var til leiksloka.

Það þurfti því að grípa til framlengingar og þar tryggði Andros Townsend Everton sigurinn með stórglæsilegu marki.

Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma hjá Swansea og Southampton en Southampton spilaði manni færri frá þrítugustu mínútu eftir að Yan Valery var rekinn útaf með rautt spjald.

Jan Bednarek skoraði sjálfsmark og kom Swansea yfir snemma í framlengingunni en Southampton kom til baka og sigraði leikinn að lokum 3-2.

Plymouth sigraði Birmingham 1-0 eftir framlengdan leik.

Birmingham 0 - 1 Plymouth
0-1 Ryan Law ('104 )
Rautt spjald: George Friend, Birmingham ('68)

Hull City 2 - 3 Everton
1-0 Tyler Smith ('1 )
1-1 Demarai Gray ('21 )
1-2 Andre Gomes ('31 )
2-2 Ryan Longman ('71 )
2-3 Andros Townsend ('99 )

Swansea 2 - 3 Southampton
0-1 Nathan Redmond ('8 )
1-1 Joel Piroe ('77 )
1-2 Jan Bednarek ('95 , sjálfsmark)
1-3 Mohamed Elyounoussi ('96 )
1-4 Shane Long ('102 )
Rautt spjald: Yann Valery, Southampton ('30)
Athugasemdir
banner
banner
banner