Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 08. janúar 2022 12:26
Brynjar Ingi Erluson
Fiorentina fær Piatek á láni frá Herthu Berlín (Staðfest)
Krzysztof Piatek spilar með Fiorentina út þessa leiktíð
Krzysztof Piatek spilar með Fiorentina út þessa leiktíð
Mynd: Fiorentina
Pólski framherjinn, Krzysztof Piatek, er genginn til liðs við Fiorentina á láni frá Herthu Berlín.

Piatek, sem er 26 ára gamall, kom til Herthu frá Milan árið 2020 og hefur gert 13 mörk í 56 leikjum.

Pólverjinn hefur spilað níu leiki fyrir Herthu á þessu tímabili en aðeins byrjað fjóra leiki.

Ítalska félagið Fiorentina gerði lánstilboð í Piatek á dögunum, sem var samþykkt og mun hann því spila með liðinu út leiktíðina með möguleika á að kaupa hann í sumar.

Hann kemur ekki til með að fylla skarð Dusan Vlahovic, sem er orðaður við Arsenal, Manchester City og Atlético Madríd, en plön Fiorentina eru að selja serbneska framherjann í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner