Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 08. janúar 2023 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir gærdagsins: Kane og Guedes bestu menn vallanna
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Það fóru rúmlega 20 leikir fram í enska bikarnum í gær og hefur Sky Sports gefið leikmönnum úr þremur helstu leikjunum einkunnir.


Goncalo Guedes var besti maður vallarins er Wolves gerði jafntefli við Liverpool en það vekur athygli að Alisson Becker, sem gerði tvö hrikaleg mistök í mörkunum hjá Wolves, fær ekki minna en 5 fyrir sinn hlut.

Samkvæmt einkunnagjöfinni voru Trent Alexander-Arnold, Mohamed Salah og Darwin Nunez bestu leikmenn Liverpool með 7 í einkunn.

Þeir þurfa þó að gera betur í næsta leik gegn Úlfunum vilji þeir gera almennilega tilraun til að velja bikartitilinn sinn.

Harry Kane gerði eina mark leiksins og var bestur á vellinum með 8 í einkunn í sigri Tottenham gegn Portsmouth 

Þá var Said Benrahma, sem kom inn af bekknum og gerði eina mark leiksins, meðal bestu manna vallarins í sigri West Ham í nágrannaslag á útivelli gegn Brentford.

Liverpool: Alisson (5), Alexander-Arnold (7), Matip (5), Konate (6), Robertson (6), Thiago (5), Fabinho (6), Henderson (6), Salah (7), Nunez (7), Gakpo (6).
Varamenn: : Keita (6), Elliott (6)

Wolves: Kirkic (6), Lembikisa (6), Collins (7), Toti (7), Castro (6), Adama (6), Neves (7), Hodge (7), Ait-Nouri (6), Jimenez (5), Guedes (7).
Varamenn: Hwang (7), Cunha (7), Nunes (6), Semedo (6), Bueno (6).

Tottenham: Forster (7), Royal (7), Tanganga (7), Sanchez (7), Davies (7), Sessegnon (7), Bissouma (7), Sarr (7), Gil (7), Son (7), Kane (8).
Varamaður: Spence (6)

Portsmouth: Griffiths (7), Morrison (7), Raggett (7), Ogilvie (7), Swanson (7), Tunnicliffe (6), Morrell (7), Hume (6), Dale (6), Bishop (6), Hackett (6).
Varamenn: Koroma (6), Thompson (5), 

Brentford: Strakosha (6); Ajer (6), Bech Sorensen (5), Mee (6); Roerslev (6), Dasilva (5), Jensen (6), Damsgaard (5), Ghoddos (6); Lewis-Potter (6), Wissa (5)
Varamenn: Janelt (5), Schade (6)

West Ham: Fabianski (7); Dawson (6), Ogbonna (7), Aguerd (6); Johnson (6), Rice (7), Soucek (5), Paqueta (6), Emerson (6); Bowen (6), Antonio (6)
Varamaður: Benrahma (7)


Athugasemdir
banner
banner
banner