Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 08. janúar 2023 11:40
Aksentije Milisic
Guardiola hafnaði því að taka við Brasilíu
Mynd: EPA

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, hafnaði tilboði um að taka við landsliði Brasilíu en Tite hætti með liðið eftir að Brasilía datt úr leik á HM gegn Króatíu í átta liða úrslitum.


Guardiola hefur aldrei þjálfað landslið og mun það ekki gerast á næstunni en þessi ótrúlegi stjóri hefur átt mikillri velgengi að fagna með Barcelona, Bayern Munchen og Manchester City á sínum ferli.

Samkvæmt Mirror þá talaði brasilíska goðsögnin Ronaldo við umboðsmann Guardiola og kannaði hvort möguleiki væri að fá hann í þetta starf.

Guardiola vill halda áfram með Man City í allavega tvö ár í viðbót en hann skrifaði undir framlengingu á samningi sínum í nóvember á síðasta ári.

Manchester City mætir Chelsea í enska bikarnum í dag klukkan 17:30.


Athugasemdir
banner
banner