Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   sun 08. janúar 2023 17:33
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hilmir Rafn á leið til Tromsö
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hilmir Rafn Mikaelsson leikmaður Venezia er sagður vera á leið til Tromsö í Noregi.


Þessi 18 ára gamli leikmaður hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína fyrir unglingalið Venezia en hann gekk til liðs við ítalska félagið árið 2019 frá Fjölni.

Hann hefur komið við sögu í einum leik hjá aðalliðinu.

Það eru fréttir frá Noregi um að Tromsö sé að næla í hann á láni með möguleika á að festa kaup á honum. Hilmir framlengdi samning sinn við Venezia í október í fyrra.


Athugasemdir
banner
banner