Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
banner
   sun 08. janúar 2023 11:16
Elvar Geir Magnússon
Þungavigarbikarinn: FH vann Keflavík
Davíð skoraði gegn sínu fyrrum félagi.
Davíð skoraði gegn sínu fyrrum félagi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík 1 - 2 FH
Mark Keflavíkur: Helgi Þór Jónsson.
Mörk FH: Vuk Oskar Dimitrijevic og Davíð Snær Jóhannsson.

Undirbúningstímabilið á Íslandi er komið á skrið en Þungavigtarbikarinn var settur á laggirnar þegar ljóst var að Fótbolta.net mótið færi ekki fram í ár.

FH vann 2-1 sigur gegn Keflavík í þessu æfingamóti um helgina en leikið var í Reykjaneshöllinni.

FH var 2-0 yfir í hálfleik en annað markið skoraði Davíð Snær Jóhannsson gegn sínum fyrri félögum. Keflavík náði að minnka muninn í seinni hálfleik.

FH var spáð sjöunda sæti á komandi tímabili í ótímabæru spánni á Fótbolta.net en Keflavík því tólfta og neðsta.

Athugasemdir
banner
banner
banner