Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   mið 08. febrúar 2017 10:00
Hafliði Breiðfjörð
Las Vegas
Heimir Hallgríms: Með kvíðatilfinningu fyrir leiknum
Icelandair
„Ég verð að vera heiðarlegur og segja að ég er með smá kvíðatilfinningu fyrir þessum leik," sagði landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson við Fótbolta.net í Las Vegas í gær en íslenska landsliðið mætir þar Mexíkó í vináttulandsleik sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 03:06 í nótt.

Íslenski landsliðshópurinn er mjög óreyndur, Hallgrímur Jónasson er lang leikjahæstur með 15 leiki en í heildina er hópur Íslands sem telur 19 menn með 42 landsleiki að baki. Til samanburðar er fyrirliði Mexíkó, Rafael Marquez fyrrverandi leikmaður Barcelona með 135.

„Þetta er mjög óreyndur hópur sem við höfum og í ofanálag við tímamismun og engan tíma til undirbúnings eru Mexíkóar með ótrúlega sterkt lið og geta stillt upp reynslumiklu liði," segir Heimir og heldur áfram.

„Þeirra tölfræði í síðustu leikjum hefur verið gríðarlega góð og ég held að þjálfarinn sé búinn að tapa einum leik af síðustu 17. Það lýsir sér í því að hann kemur með mjög sterkt lið á móti Íslandi, þeir spila upp á úrslit og þetta verður á allan hátt erfiður leikur fyrir okkur en engu að síður mikil áskorun fyrir þessa stráka."

En í ljósi alls þessa, má búast við að Heimir muni „leggja rútunni," í vítateignum til að verjast þeim grænu?

„Nei nei, auðvitað reynum við bara að spila okkar leik en við erum raunsæir og fyrirfram má reikna með að þeir verði meira með boltann. Þeir eru búnir að vera á góðu skriði og eru með 25-30 þúsund manns að öskra á sig. Þetta er tilfinningaríkur leikur, Mexíkó að spila í Bandaríkjunum og margt sem segir að þeir verði sterkir í leiknum og við verðum að vera tilbúnir í það."

Nánar er rætt við Heimi í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner