West Ham hefur áhuga á Zirkzee - Disasi áfram úti í kuldanum - Casadó orðaður við Chelsea og Arsenal
Nik: Ánægður að UEFA hafi ákveðið að byrja með þessa keppni
Kom ekki við sögu í síðasta glugga - „Þarf að styðja við menn sem spila og vona að maður fái sénsinn núna“
Agla María: Mjög jákvætt skref fyrir kvennaboltann í heiminum
Kominn aftur í landsliðshópinn - „Spilaði stórt hlutverk í U21 en alltaf endamarkmiðið að vera í A-landsliðinu“
Daníel Tristan um rauða spjaldið - „Held að þetta geti komið fyrir alla“
Kallaður Evrópu-Sævar í Bergen - „Segja að ég spili best undir Freysa“
Sjáðu það helsta úr spænska: Barcelona tapaði stórt og Real fór á toppinn
Sjáðu það helsta úr ítalska: Markaveisla í Róm og Napoli fór á toppinn
Matthías: Ég stefni á að vera áfram með liðið og verð áfram með liðið
Jóhannes Karl: Það er bara það sem er skemmtilegt við fótbolta
Sjáðu það helsta þegar Lille gerði jafntefli við PSG
Gylfi: Ég kom heim til að vinna deildina
Helgi Guðjóns: Maður missti aðeins stjórn á sér
Viktor Karl náði stórum áfanga: Ég er virkilega stoltur
Sölvi Geir: Þakklæti sem er mér efst í huga
Halldór Árna: Við höfum átt marga góða hálfleiki
Oliver Ekroth: Á endanum erum við meistarar og allt annað skiptir ekki máli
Rúnar Kri: Versta sem ég hef séð frá okkur í sumar
Jón Þór: Markmaðurinn kýlir Tufa frá mínu sjónarhorni
Haddi Jónasar: Ákváðum að hafa Viðar ekki í hópnum
   mið 08. febrúar 2017 10:00
Hafliði Breiðfjörð
Las Vegas
Heimir Hallgríms: Með kvíðatilfinningu fyrir leiknum
Icelandair
„Ég verð að vera heiðarlegur og segja að ég er með smá kvíðatilfinningu fyrir þessum leik," sagði landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson við Fótbolta.net í Las Vegas í gær en íslenska landsliðið mætir þar Mexíkó í vináttulandsleik sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 03:06 í nótt.

Íslenski landsliðshópurinn er mjög óreyndur, Hallgrímur Jónasson er lang leikjahæstur með 15 leiki en í heildina er hópur Íslands sem telur 19 menn með 42 landsleiki að baki. Til samanburðar er fyrirliði Mexíkó, Rafael Marquez fyrrverandi leikmaður Barcelona með 135.

„Þetta er mjög óreyndur hópur sem við höfum og í ofanálag við tímamismun og engan tíma til undirbúnings eru Mexíkóar með ótrúlega sterkt lið og geta stillt upp reynslumiklu liði," segir Heimir og heldur áfram.

„Þeirra tölfræði í síðustu leikjum hefur verið gríðarlega góð og ég held að þjálfarinn sé búinn að tapa einum leik af síðustu 17. Það lýsir sér í því að hann kemur með mjög sterkt lið á móti Íslandi, þeir spila upp á úrslit og þetta verður á allan hátt erfiður leikur fyrir okkur en engu að síður mikil áskorun fyrir þessa stráka."

En í ljósi alls þessa, má búast við að Heimir muni „leggja rútunni," í vítateignum til að verjast þeim grænu?

„Nei nei, auðvitað reynum við bara að spila okkar leik en við erum raunsæir og fyrirfram má reikna með að þeir verði meira með boltann. Þeir eru búnir að vera á góðu skriði og eru með 25-30 þúsund manns að öskra á sig. Þetta er tilfinningaríkur leikur, Mexíkó að spila í Bandaríkjunum og margt sem segir að þeir verði sterkir í leiknum og við verðum að vera tilbúnir í það."

Nánar er rætt við Heimi í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner