Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
   mið 08. febrúar 2017 10:00
Hafliði Breiðfjörð
Las Vegas
Heimir Hallgríms: Með kvíðatilfinningu fyrir leiknum
Icelandair
Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari Íslands.
Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari Íslands.
Mynd: Getty Images
„Ég verð að vera heiðarlegur og segja að ég er með smá kvíðatilfinningu fyrir þessum leik," sagði landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson við Fótbolta.net í Las Vegas í gær en íslenska landsliðið mætir þar Mexíkó í vináttulandsleik sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 03:06 í nótt.

Íslenski landsliðshópurinn er mjög óreyndur, Hallgrímur Jónasson er lang leikjahæstur með 15 leiki en í heildina er hópur Íslands sem telur 19 menn með 42 landsleiki að baki. Til samanburðar er fyrirliði Mexíkó, Rafael Marquez fyrrverandi leikmaður Barcelona með 135.

„Þetta er mjög óreyndur hópur sem við höfum og í ofanálag við tímamismun og engan tíma til undirbúnings eru Mexíkóar með ótrúlega sterkt lið og geta stillt upp reynslumiklu liði," segir Heimir og heldur áfram.

„Þeirra tölfræði í síðustu leikjum hefur verið gríðarlega góð og ég held að þjálfarinn sé búinn að tapa einum leik af síðustu 17. Það lýsir sér í því að hann kemur með mjög sterkt lið á móti Íslandi, þeir spila upp á úrslit og þetta verður á allan hátt erfiður leikur fyrir okkur en engu að síður mikil áskorun fyrir þessa stráka."

En í ljósi alls þessa, má búast við að Heimir muni „leggja rútunni," í vítateignum til að verjast þeim grænu?

„Nei nei, auðvitað reynum við bara að spila okkar leik en við erum raunsæir og fyrirfram má reikna með að þeir verði meira með boltann. Þeir eru búnir að vera á góðu skriði og eru með 25-30 þúsund manns að öskra á sig. Þetta er tilfinningaríkur leikur, Mexíkó að spila í Bandaríkjunum og margt sem segir að þeir verði sterkir í leiknum og við verðum að vera tilbúnir í það."

Nánar er rætt við Heimi í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner