Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   mán 08. febrúar 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bayern München hefur leik á HM í dag eftir erfitt ferðalag
Evrópumeistarar Bayern München hefja í dag leik á HM félagsliða sem haldið er í Katar.

Ferðalagið til Katar gekk ekki neitt rosalega vel. Eftir 1-0 sigur á Hertha Berlín á föstudag fór liðið beint upp á flugvöll í Berlín fyrir beint flug til Katar. Vegna mikillar snjókomu var fluginu seinkað um meira en sjö klukkutíma.

Karl-Heinz Rummenigge, stjórnarformaður Bayern, gagnrýndi starfsfólk á flugvellinum fyrir vinnubrögð sín.

Bayern tókst á endanum til Katar og mun hefja leik í dag þegar þeir mæta Al-Ahly frá Egyptalandi í undanúrslitum. Tigres frá Mexíkó er komið í úrslitaleikinn eftir sigur gegn Palmeiras frá Brasilíu í gær.

Spilað verður síðan til úrslita á fimmtudaginn. Síðast gerðist það árið 2012 að lið frá Evrópu vann ekki þessa keppni. Þá vann brasilíska liðið Corinthians sigur á Chelsea í úrslitaleik.
Athugasemdir
banner
banner