Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 08. febrúar 2021 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gummi Steinars ekki áfram aðstoðarþjálfari Gróttu
Lengjudeildin
Guðmundur Steinarsson.
Guðmundur Steinarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Steinarsson verður ekki áfram aðstoðarþjálfari karlaliðs Gróttu.

Hann greindi frá þessu í útvarpsþættinum Fótbolta.net á laugardaginn. Hann var gestur í þættinum þar sem rætt var um Pepsi Max-deild karla.

„Ég hætti þar í raun strax eftir að mótinu var slaufað. Ég fékk mér frí," sagði Guðmundur.

Ætlar hann ekki að halda áfram í þjálfun?

„Ég mun alla vega ekki þjálfa þetta árið. Ég ætla að taka mér smá frí."

Guðmundur er goðsögn hjá Keflavík eftir leikmannaferil sinn þar. Hann spilaði meðal annars þrjá A-landsleiki fyrir Íslands á ferli sínum. Eftir að leikmannaferlinum lauk fór hann út í þjálfun og byrjaði hann sem aðalþjálfari Njarðvíkur í 2. deild karla. Hann var þar sem aðalþjálfari til 2016. Síðan þá hefur hann verið aðstoðarþjálfari Fjölnis, Breiðabliks og nú síðast Gróttu. Hann og Ágúst Gylfason, aðalþjálfari Gróttu, hafa unnið saman hjá þremur félögum.

Grótta féll úr Pepsi Max-deildinni síðasta sumar og mun leika í Lengjudeildinni í sumar. Ágúst verður áfram sem þjálfari liðsins.
Ótímabæra spáin fyrir Pepsi Max - Þrjú efstu ógnarsterk
Athugasemdir
banner
banner