Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 08. febrúar 2021 13:00
Magnús Már Einarsson
Lárus Grétarsson tekinn við Úlfunum (Staðfest)
Lárus Grétarsson
Lárus Grétarsson
Mynd: Úlfarnir
Lárus Rúnar Grétarsson hefur verið ráðinn þjálfari Úlfanna sem leika í 4. deild. Lárus sem er mörgum íslenskum knattspyrnuáhugamönnum kunnugur og hefur þjálfað nær sleitulaust undanfarin 35 ár.

Úlfarnir eru í samstarfi við Knattspyrnufélagið Fram og er því vettvangur fyrir uppaldna Framara að halda sambandi við sinn klúbb og til þess að koma ungum upprennandi leikmönnum inn í meistarflokksstarf félagsins. Leikir Úlfanna verða spilaðir á Framvellinum í Safamýri í sumar.

„Liðið samanstendur því af leikmönnum sem ganga upp úr 2. flokki Fram og fleiri leikmönnum sem koma úr yngri flokka starfi þess," segir í tilkynningu frá Úlfunum.

„Lárus hefur gert garðinn frægan hjá félögum eins og Fram, Gróttu, Fjölni og Aftureldingu á Íslandi ásamt því að hafa starfað hjá EB Streym í Færeyjum, en þar átti hann einnig farsælan leikmannaferil."

„Þessi ráðning er mikill hvalreki fyrir Úlfanna sem stefna að því að mynda góðan vettvang fyrir leikmenn félagana."

Athugasemdir
banner
banner
banner