Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
banner
   mán 08. febrúar 2021 18:34
Brynjar Ingi Erluson
Rúnar gerði tveggja ára samning við CFR Cluj (Staðfest)
Rúnar Már er mættur til Cluj
Rúnar Már er mættur til Cluj
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Már Sigurjónsson er genginn til liðs við rúmenska meistaraliðið CFR Cluj og gerir hann tveggja ára samning við félagið en hann var kynntur sem leikmaður liðsins fyrir skömmu.

Rúnar, sem er 30 ára gamall, rifti samningi sínum við Astana frá Kasakstan í dag eftir að hafa spilað með liðinu síðustu tvö árin og samdi svo í kjölfarið við Cluj.

Hann er alinn upp á Sauðárkróki þar sem hann steig sín fyrstu skref með Tindastóli áður en hann gekk til liðs við HK. Hann varð síðar lykilmaður í liði Vals áður en hann hélt út í atvinnumennsku árið 2013.

Rúnar hefur spilað fyrir Sundsvall, PEC Zwolle, Grasshopper, St. Gallen og Astana á ferlinum.

Með Astana varð hann meistari í Kasakstan árið 2019 og vann svo Ofurbikarinn ári síðar en hann hefur nú skrifað undir tveggja ára samning við Cluj.

Cluj hefur unnið rúmenska titilinn sex sinnum frá 2008 og er í 2. sæti deildarinnar sem stendur, aðein stigi frá toppsætinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner