Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 08. febrúar 2021 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Valið kom Róberti á óvart - „Vonandi verð ég hluti af liðinu í mars"
Algjör heiður að þeir treystu mér.
Algjör heiður að þeir treystu mér.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það kom alveg á óvart, lýg því ekki.
Það kom alveg á óvart, lýg því ekki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Róbert og Damir Muminovic
Róbert og Damir Muminovic
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þú þarft að fylgja skipulagi og mátt aldrei sofna á verðinum, því annars gæti illa farið.
Þú þarft að fylgja skipulagi og mátt aldrei sofna á verðinum, því annars gæti illa farið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var æðislegt og að klára leikinn með sigri var ennþá betra og toppaði þetta alveg.
Það var æðislegt og að klára leikinn með sigri var ennþá betra og toppaði þetta alveg.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Róbert Orri Þorkelsson var til viðtals hjá Fótbolta.net fyrir helgi. Róbert er átján ára varnarmaður sem leikur með Breiðabliki. Þegar hafa verið birt svör Róberts þegar hann var spurður út í áhuga erlendra félaga og komu Jasons Daða Svanþórssonar til Blika.

Áður birt:
„Býr yfir eiginleikum sem við í Breiðabliki höfðum ekki áður"
Róbert Orri: Yrði flott skref fyrir mig þegar að því kemur

Róbert Orri var til viðtals fyrir síðasta tímabil og sagði hann þá að hann ætlaði að sýna að hann ætti heima í efstu deild.

Finnst þér þú hafa náð að sanna þig á síðasta tímabili?

„Já, það finnst mér en það er þó mikið pláss fyrir bætingar," sagði Róbert Orri.

Varstu heilt yfir sáttur með þína frammistöðu?

„Já, svona heilt yfir, þó vil ég eiginlega alltaf gera betur og bæta mig. Seinni hluti tímabilsins stendur meira upp úr heldur en sá fyrri."

Nú hefuru spilað undir stjórn Óskars Hrafns Þorvaldssonar í heila leiktíð, hvernig er að spila hans bolta?

„Þetta getur verið mjög skemmtilegt og maður lærir gríðarlega mikið á að spila svona. En þú þarft að fylgja skipulagi og mátt aldrei sofna á verðinum, því annars gæti illa farið."

Er þetta krefjandi fyrir varnarmenn?

„Algjörlega, maður þarf alltaf að vera á tánum og vera vel meðvitaður um hlutina í kringum sig."

Að U21 landsliðinu, þú kemur inn sem nýliði fyrir leikinn gegn Svíum síðasta haust. Hvernig var að fá kallið frá Arnari Þór Viðarssyni og Eiði Smára Guðjohnsen?

„Það kom alveg á óvart, lýg því ekki. Það eru svakalega góðir hafsentar sem gera tilkall í þetta lið og því algjör heiður að þeir treystu mér."

Þú byrjar leikinn gegn Svíum, kom það þér á óvart?

„Já, að vissu leyti. Það var samt þannig að strax þegar ég mæti til æfinga þá fékk ég að vita að við værum bara tveir hafsentar i hópnum þar sem einn hafði dottið út. Þá fór manni að gruna að þetta gæti orðið raunin."

Hvernig var að leika fyrsta leikinn? Færð mikið lof frá fyrirliðanum Alex eftir leik, gaman að fá svona hrós?

„Það var æðislegt og að klára leikinn með sigri var ennþá betra og toppaði þetta alveg. Alltaf gaman að fá hrós og sýnir þetta hvernig leiðtogi og fagmaður Alex Þór er. Einnig hjálpaði Ísak Óli mér mikið fyrir leikinn og tala nú ekki um í leiknum sjálfum."

Þú spilar einnig gegn Ítölum í mjög svekkjandi tapi. Hver var hugsunin eftir tapið þar?

„Það var gaman að spila gegn þessu sterka liði en mér fannst við eiga fyllilega skilið að fá eitthvað út úr þessu. Hugsunin eftir leikinn var sú að allt snerist um að vinna Írana og fara á lokamótið."

Hversu ljúft var að sjá Valdimar skora sigurmarkið undir lokin í Írlandi, hélstu alltaf í trúna?

„Það eru svona augnablik sem standa upp úr og maður heldur alltaf í trúna sama hvað. Með alla þessa gæða leikmenn sem voru inn á vellinum þá kom ekki annað til greina."

Hvernig var að fylgjast með Ítalía – Svíþjóð?
„Það voru nokkrir svitadropar sem féllu við það að horfa á þann leik en Ítalarnir kláruðu þetta sem betur fer."

Hvernig horfir lokakeppnin við þér, draumur að taka þátt í slíkri?

„Lokakeppnin er alltaf markmiðið sama á hvaða stigi það er, U17, U19, U21 eða A-landsliðið. Vonandi verð ég hluti af liðinu í mars og það markmið verði að veruleika."

Aðeins að talsvert léttara efni. Nokkrar spurningar sem tengjast hinni hliðinni. Bjarki Steinn sagði að það hefði verið skemmtilegt ef þú hefðir valið að ganga í raðir ÍA í fyrra. Hvað viltu segja um það?

„Það er nú gaman að Bjarki Steinn lét sig dreyma en hann verður að bjóða betur næst!"

Brynjólfur henti þér fyrir rútuna sem mesta höstlerinn í Blikum. Er það rétt hjá Binna?

„Sennilega var Atli Hrafn ekki kominn þá, sá er duglegur!"

Þú komst sjálfur inn á að Damir hafi 'ættleitt' þig þegar þú komst í Blika. Hjálpaði það til að komast inn í hlutina hjá félaginu?

„Allir tóku mjög vel á móti manni þega ég mætti. Damir eins og aðrir í liðinu eru frábærir og hjálpa manni, þessir gæjar eru ekki síst góðir í að leiðbeina manni inn á vellinum. Ég er gífurlega þakklátur fyrir það hvernig var tekið á móti mér."

Annað sem Róbert Orri sagði:
„Býr yfir eiginleikum sem við í Breiðabliki höfðum ekki áður"
Róbert Orri: Yrði flott skref fyrir mig þegar að því kemur
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner