Man Utd ætlar að bjóða í Barkley - Varane og Casemiro aftur til Real?
   mið 08. febrúar 2023 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Allegri segir að Juventus sé í fallbaráttu
Mynd: Getty Images

Juventus hefur verið í miklu basli bæði innan sem og utanvallar á þessari leiktíð en liðið er um miðja deild.


Juventus vann kærkominn sigur á Salernitana í gær 3-0 þar sem Dusan Vlahovic komst loks á blað þegar hann skoraði tvö mörk.

Juventus er í óvenjulegri stöðu en Massimo Allegri segir að liðið sé hreinlega í hættu á að falla.

„Ég lít bara á staðreyndir, við erum aðeins með 26 stig, við þurfum 40 stig til að halda okkur uppi svo við þurfum 14 í viðbót þá skulum við skoða hvar við stöndum. Við erum með jafnmörg stig og Monza, markmiðið er að komast í efri hlutann," sagði Allegri í samtali við DAZN eftir leikinn í gær.

Hann hrósaði einnig Vlahovic sem hefur verið að koma hægt og rólega til baka eftir meiðsli.

„Hann hreyfir sig betur og virkar ferskari. Hann var tæknilega góður í dag líka," sagði Allgeri.


Athugasemdir
banner
banner