Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 08. febrúar 2023 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Víkingar framlengja við tvo sóknarmenn sína
Nikolaj Hansen.
Nikolaj Hansen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingar hafa framlengt samningana við tvo sóknarmenn innan sinna raða þar sem Helgi Guðjónsson og Nikolaj Hansen eru báðir búnir að skrifa undir samninga til 2025.

Nikolaj Hansen er danskur markaskorari fæddur árið 1993 en hann var markakóngur efstu deildar árið 2021 þegar Víkingur varð Íslands- og bikarmeistari.

Nikolaj gekk til liðs við Víking um mitt sumar árið 2017 og hefur hann síðan spilað 145 leiki og skorað 51 mörk fyrir félagið.

Helgi Guðjónsson er fæddur árið 1999 og gekk til liðs við Víking frá Fram árið 2019 eftir glæsilega frammistöðu með Fram það árið þar sem hann skoraði 19 mörk í 25 leikjum.

Hann hefur síðan leikið 88 leiki með Víking og skorað í þeim 34 mörk fyrir félagið. Helgi hefur verið mikilvægur leikmaður fyrir Víking og skorað mörg afar þýðingarmikil mörk.

„Þetta eru vissulega gleðitíðindi fyrir alla Víkinga!" segir í tilkynningu félagsins.
Athugasemdir
banner
banner