Delap undir smásjá Man Utd - Ederson á óskalista Man City - Verður Saliba sá dýrasti?
   lau 08. febrúar 2025 18:00
Sölvi Haraldsson
Enski bikarinn: Preston og Cardiff áfram eftir vítaspyrnukeppni
Koumas skoraði tvennu í dag fyrir Stoke.
Koumas skoraði tvennu í dag fyrir Stoke.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveir leikir í enska FA bikarnum í dag fóru alla leið í vítaspyrnukeppni. Það voru leikir Preston North End gegn Wycombe Wanderers og leikur Stoke City gegn Cardiff City.

Preston og Wycombe Wanderers gerðu markalaust jafntefli eftir venjulegan leiktíma og náðu heldur ekki að skora í framlengingunni. Preston höfðu betur í vítaspyrnukeppninni, 4-2. Preston leikur í Chamionship deildinni en Wycombe í League One.

B-deildarliðin Stoke City og Cardiff City mættust í hörkuskemmtilegum leik. Gestirnir tóku forystuna snemma leiks og voru ekki lengi að skora aftur. Heimamenn minnkuðu muninn rétt fyrir hálfleik í 2-1 með marki frá Lewis Koumas. Koumas var aftur á ferðinni í upphafi síðari hálfleiks og jafnaði leikinn í 2-2.

Stoke tók síðan forystuna skömmu síðar með marki frá Lewis Baker úr vítaspyrnu áður en Rubin Colwill jafnaði fyrir Cardiff með sínu öðru marki í leiknum. Leikurinn fór 3-3 í venjulegum leiktíma og liðunum mistókst að skora í framlengingunni líka.

Vítaspyrnukeppnin var einnig mjög spennandi en það voru gestirnir frá Wales sem náðu að klára hana 4-2 og fara áfram í bikarnum.

Preston NE 4 - 2 Wycombe Wanderers
1-0 Sam Greenwood ('1 , víti)
1-1 Beryly Lubala ('1 , víti)
2-1 Milutin Osmajic ('2 , víti)
2-1 Daniel Udoh ('2 , Misnotað víti)
3-1 Mads Frokjaer-Jensen ('3 , víti)
3-1 Adam Reach ('3 , Misnotað víti)
3-2 Josh Scowen ('4 , víti)
3-2 Alistair McCann ('4 , Misnotað víti)
4-2 Ched Evans ('5 , víti)

Stoke City 5 - 7 Cardiff City
1-0 Emre Tezgel ('1 , víti)
1-1 Joe Ralls ('1 , víti)
1-1 Tatsuki Seko ('2 , Misnotað víti)
1-1 Yousef Salech ('2 , Misnotað víti)
1-2 Calum Chambers ('3 , víti)
1-2 Michael Rose ('3 , Misnotað víti)
2-2 Wouter Burger ('4 , víti)
2-3 Chris Willock ('4 , víti)
2-4 Rubin Colwill ('8 )
2-5 Yousef Salech ('19 )
3-5 Lewis Koumas ('42 )
4-5 Lewis Koumas ('46 )
5-5 Lewis Baker ('57 , víti)
5-6 Rubin Colwill ('68 )

Athugasemdir
banner