Delap undir smásjá Man Utd - Ederson á óskalista Man City - Verður Saliba sá dýrasti?
   lau 08. febrúar 2025 21:00
Sölvi Haraldsson
Guardiola: Ég verð ekki rekinn á morgun held ég
Pep verður sennilega ekki rekinn á morgun.
Pep verður sennilega ekki rekinn á morgun.
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, þjálfari Manchester City var léttur eftir sigur hans manna í FA bikarnum gegn Leyton Orient í dag.

Stuðningsmenn Leyton Orient voru mikið að syngja til spænska þjálfarans. „Rekinn á morgun, hann verður rekinn á morgun“ sungu stuðningsmennirnir.

Þeir sungu þetta ótrúlega mikið í dag en þetta virðist vera orðin venja á öllum völlum landsins. Með þessum úrslitum held ég að ég verð ekki rekinn á morgun. Það er mjög gott.

City lenti undir í leiknum en náðu að snúa þessu við að lokum. Kevin De Bruyne skoraði sigurmarkið. Pep segist elska að spila svona leiki.

Ég elska að spila við neðri deildarliðin. Ég elska hvernig þessi lið haga sér.

Næsti leikur Manchester City er gegn Real Madrid í Meistaradeildinni næsta þriðjudag en næstu leikir City verða mjög erfiðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner