Lloyd Kelly fékk ekki jákvæða umfjöllun í ítölskum fjölmiðlum eftir sinn fyrsta leik með Juventus í sigri gegn Como í gær.
Hann kom inn á í seinni hálfleik eftir að hafa farið á láni til félagsins frá Newcastle á lokadegi félagaskiptagluggans en hann heillaði ekki ítalska fjölmiðla.
Hann kom inn á í seinni hálfleik eftir að hafa farið á láni til félagsins frá Newcastle á lokadegi félagaskiptagluggans en hann heillaði ekki ítalska fjölmiðla.
Hann var óöruggur í vinstri bakverðinum en Thiago Motta, stjóri liðsins, sló á létta strengi þegar hann var spurður út í Kelly.
„Hann var mjög góður. Fyrst og fremst er hann frábær söngvari," sagði Motta en þar vitnaði hann í nýliðavígsluna sem Kelly fór í gegnum eins og gengur og gerist hjá félögum um allan heim.
„Hann er feiminn. Hann er líkamlega sterkur, hann getur spilað sem miðvörður og bakvöðrur. Ég sá að hann er með mikið sjálfstraust. Hann braut svolítið af sér eins og allir aðrir."
Athugasemdir