Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 08. mars 2023 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Havertz minnti Henry á Van Persie
Mynd: EPA
„Mér fannst hann gera vel í fyrsta markinu," sagði Thierry Henry, sérfræðingur á CBS Sports, um Kai Havertz, leikmann Chelsea, í gær.

„Það sást hversu vel hann hélt í boltann. Það minnir mig stundum, smá, örlítið á Robin - hvernig hann heldur í boltann. Robin van Persie var mjög góður með vinstri fætinum sínum. Snertingin var alltaf flekklaus. Þess vegna held ég að hann sé að spila sem nía, af því þegar hann snýr bakinu í markið þá getur hann haldið vel í boltann. Það er hægt að spila í kringum hann en hann þarf að ná fleiri mörkum út úr sínum leik," sagði Arsenal goðsögnin Henry.

Havertz skoraði sigurmarkið í einvíginu þegar hann kom Chelsea í 2-0 með marki úr vítaspyrnu í seinni hálfleik. Hann þurfti tvær tilraunir, fékk að endurtaka spyrnuna þar sem leikmaður Dortmund sem var fyrstur í frákastið var farinn af stað áður en Havertz tók vítaspyrnuna.

Chelsea hefur nú unnið tvo leiki í röð og er Havertz kominn með sjö mörk í öllum keppnum. Næsti leikur er gegn Leicester í úrvalsdeildinni á laugardag.
Athugasemdir
banner