Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 08. mars 2023 20:40
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikar kvenna: Valur skoraði sjö gegn Selfossi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Valur 7 - 1 Selfoss
1-0 Þórdís Elva Ágústsdóttir ('5 )
2-0 Þórdís Elva Ágústsdóttir ('22 )
3-0 Þórdís Elva Ágústsdóttir ('37 )
3-1 Katrín Ágústsdóttir ('45 )
4-1 Arna Sif Ásgrímsdóttir ('51 )
5-1 Kolbrá Una Kristinsdóttir ('59 )
6-1 Arna Sif Ásgrímsdóttir ('72 )
7-1 Bryndís Arna Níelsdóttir ('90 )


Valskonur fóru illa af stað í Lengjubikarnum í ár og töpuðu fyrstu tveimur leikjunum sínum.

Íslandsmeistararnir stimpluðu sig þó inn í undirbúningstímabilið með látum þegar Selfoss kíkti í heimsókn í kvöld.

Valskonur gerðu sér lítið fyrir og gjörsamlega rúlluðu yfir Selfyssinga með miklum yfirburðum. Þórdís Elva Ágústsdóttir skoraði þrennu í fyrri hálfleik og minnkaði Katrín Ágústsdóttir muninn fyrir Selfoss.

Arna Sif Ásgrímsdóttir skoraði tvennu eftir leikhlé og bættu Kolbrá Una Kristinsdóttir og Bryndís Arna Níelsdóttir einu marki við hvor í 7-1 stórsigri.

Bæði lið eru með þrjú stig eftir þrjár umferðir en Valur er ofar á markatölu.


Athugasemdir
banner
banner