Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 08. mars 2023 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Logi Tómasson skrifar undir nýjan samning við Víking
Átti virkilega gott tímabil í fyrra.
Átti virkilega gott tímabil í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Logi Tómasson, vinstri bakvörður Víkings, hefur skrifað undir nýjan samning við félagið. Nýi samningurinn rennur út í desember 2025, mánuði seinna en fyrri samningur átti að renna út.

Logi er 22 ára og var í lykilhlutverki þegar Víkingur varði bikarmeistaratitil sinn í fyrra. Ábyrgðin á hans herðum jókst þegar Atli Barkarson var seldur til SönderjyskE fyrir síðasta tímabil og steig Logi heldur betur upp og skoraði fimm mörk í deildinni og þrjú í bikarnum.

Hann á að baki tvo A-landsleiki og lék áður tvo leiki með U21 landsliðinu og tvo með U17 landsliðinu. Hann er uppalinn í Víkingi og HK en hefur í meistaraflokki einnig spilað með Þrótti og FH.

Einhverjar sögusagnir hafa verið um áhuga erlendra félaga á Loga. Það verður að minnsta kosti fróðlegt að sjá hvort hann heldur áfram að taka skref fram á við með sinn leik í sumar.

Sjá einnig:
Víkingur hafnaði tilboði frá Riga í Loga Tómasson
Athugasemdir
banner
banner