
„Ég veit að við erum ekki besta liðið í riðlinum, en við erum ekki það versta heldur. Ég vil byrja riðilinn á sigri til að veita okkur ánægjulega byrjun sem hægt er að byggja ofan á," segir Faruk Hadzibegic, landsliðsþjálfari Bosníu/Hersegóvínu.
Bosnía mætir Íslandi eftir rúmar tvær vikur í fyrstu umferð undankeppni Evrópumótsins. Leikið verður í borginni Zenica.
Auk þessara liða eru Portúgal, Slóvakía, Lúxemborg og Liechtenstein í riðlinum en tvö efstu liðin tryggja sér sæti í lokakeppni EM í Þýskalandi 2024. Möguleikar Íslands eru því nokkuð góðir en fastlega má gera ráð fyrir því að Portúgal vinni riðilinn en hart verði barist um annað sætið.
Bosnía mætir Íslandi eftir rúmar tvær vikur í fyrstu umferð undankeppni Evrópumótsins. Leikið verður í borginni Zenica.
Auk þessara liða eru Portúgal, Slóvakía, Lúxemborg og Liechtenstein í riðlinum en tvö efstu liðin tryggja sér sæti í lokakeppni EM í Þýskalandi 2024. Möguleikar Íslands eru því nokkuð góðir en fastlega má gera ráð fyrir því að Portúgal vinni riðilinn en hart verði barist um annað sætið.
Í morgun var landsliðshópur Bosníu fyrir leikinn gegn Íslandi opinberaður.
Óvæntustu tíðindin í valinu er Jasmin Mesanovic sem er 31 árs sóknarmaður sem hefur aðeins leikið einn landsleik og hann kom 2011. Mesanovic spilar fyrir Kisvarda í Ungverjalandi.
„Mesanovic er að spila í öflugri deild í Ungverjalandi, hann hefur verið að spila býsna vel. Ég tel hann besta kostinn sem mér stóð til boða í hans stöðu," segir Faruk.
Fjölmiðlamönnum í Bosníu finnst áhugavert að Hadzibegic, sem tók við landsliðinu í byrjun árs, hafi ekki yngt meira upp í hópnum. Sem dæmi var Said Hamulic, 22 ára framherji Toulouse í Frakklandi, ekki valinn í hópinn.
Þá var búist við því að hinn 21 árs gamli miðvörður Adrian Leon Barisic sem spilar fyrir Osijek í Króatíu yrði valinn en Hadzibegic ákvað frekar að velja Hrvoje Milicevic, 29 ára, þar sem hann er með meiri reynslu.
Þá kom fram á fréttamannafundinum að Denis Huseinbasic, 21 árs miðjumaður sem spilar fyrir Köln, hafi afþakkað sæti í hópnum. Hann vill meiri tíma áður en hann tekur ákvörðun um hvort hann ætli að spila fyrir Bosníu en hann á einn U21 landsleik fyrir Þýskaland.
„Við áttum marga fundi með honum og þetta kemur mér á óvart. Ég hélt að hann myndi samþykkja að spila með okkur en hann vildi meiri umhugsunarfrest," sagði Hadzibegic.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir