Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 08. mars 2023 11:28
Elvar Geir Magnússon
Þjálfari Bosníu ætlar að byrja á sigri gegn Íslandi: Erum ekki bestir í riðlinum en ekki heldur verstir
Icelandair
Faruk Hadzibegic tók við Bosníu í byrjun árs.
Faruk Hadzibegic tók við Bosníu í byrjun árs.
Mynd: Getty Images
Jasmin Mesanovic í baráttunni.
Jasmin Mesanovic í baráttunni.
Mynd: Getty Images
„Ég veit að við erum ekki besta liðið í riðlinum, en við erum ekki það versta heldur. Ég vil byrja riðilinn á sigri til að veita okkur ánægjulega byrjun sem hægt er að byggja ofan á," segir Faruk Hadzibegic, landsliðsþjálfari Bosníu/Hersegóvínu.

Bosnía mætir Íslandi eftir rúmar tvær vikur í fyrstu umferð undankeppni Evrópumótsins. Leikið verður í borginni Zenica.

Auk þessara liða eru Portúgal, Slóvakía, Lúxemborg og Liechtenstein í riðlinum en tvö efstu liðin tryggja sér sæti í lokakeppni EM í Þýskalandi 2024. Möguleikar Íslands eru því nokkuð góðir en fastlega má gera ráð fyrir því að Portúgal vinni riðilinn en hart verði barist um annað sætið.

Í morgun var landsliðshópur Bosníu fyrir leikinn gegn Íslandi opinberaður.

Óvæntustu tíðindin í valinu er Jasmin Mesanovic sem er 31 árs sóknarmaður sem hefur aðeins leikið einn landsleik og hann kom 2011. Mesanovic spilar fyrir Kisvarda í Ungverjalandi.

„Mesanovic er að spila í öflugri deild í Ungverjalandi, hann hefur verið að spila býsna vel. Ég tel hann besta kostinn sem mér stóð til boða í hans stöðu," segir Faruk.

Fjölmiðlamönnum í Bosníu finnst áhugavert að Hadzibegic, sem tók við landsliðinu í byrjun árs, hafi ekki yngt meira upp í hópnum. Sem dæmi var Said Hamulic, 22 ára framherji Toulouse í Frakklandi, ekki valinn í hópinn.

Þá var búist við því að hinn 21 árs gamli miðvörður Adrian Leon Barisic sem spilar fyrir Osijek í Króatíu yrði valinn en Hadzibegic ákvað frekar að velja Hrvoje Milicevic, 29 ára, þar sem hann er með meiri reynslu.

Þá kom fram á fréttamannafundinum að Denis Huseinbasic, 21 árs miðjumaður sem spilar fyrir Köln, hafi afþakkað sæti í hópnum. Hann vill meiri tíma áður en hann tekur ákvörðun um hvort hann ætli að spila fyrir Bosníu en hann á einn U21 landsleik fyrir Þýskaland.

„Við áttum marga fundi með honum og þetta kemur mér á óvart. Ég hélt að hann myndi samþykkja að spila með okkur en hann vildi meiri umhugsunarfrest," sagði Hadzibegic.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner