Janúartilboð frá Liverpool í Kerkez og Zubimendi - Forest vill Ferguson - Man Utd hefur áhuga á Raum og Yildiz
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
   fös 08. mars 2024 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Daniel Obbekjær.
Daniel Obbekjær.
Mynd: Breiðablik
Mættur í Kópavoginn.
Mættur í Kópavoginn.
Mynd: Breiðablik
Damir og Viktor Örn hafa myndað miðvarðapar Blika síðustu árin.
Damir og Viktor Örn hafa myndað miðvarðapar Blika síðustu árin.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Ætlar sér stóra hluti með Breiðabliki.
Ætlar sér stóra hluti með Breiðabliki.
Mynd: Breiðablik
Breiðablik fagnar sigri í Bose-mótinu á undirbúningstímabilinu.
Breiðablik fagnar sigri í Bose-mótinu á undirbúningstímabilinu.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Ég heyrði af áhuga frá Breiðabliki og um leið varð ég mjög forvitinn," sagði danski miðvörðurinn Daniel Obbekjær þegar hann ræddi við Fótbolta.net á Kópavogsvelli í gær.

Obbekjær skrifaði á dögunum undir samning við Breiðablik og mun hann spila með liðinu í sumar. Hann er 21 árs gamall og hefur spilað í Danmörku, Kanada og Færeyjum. Hann hefur verið síðustu tvö ár hjá 07 Vestur í færeysku deildinni en á að baki tvö leiki í dönsku úrvalsdeildinni með OB árið 2019.

„Ég skoðaði félagið og komst að því að þetta er sögufrægt félag hér á Íslandi. Ég skoðaði leikstílinn og heyrði af þeirra hugmyndum. Þetta er mjög áhugavert verkefni og mér líkar við það hvernig hlutirnir eru gerðir hérna. Þetta er mjög spennandi og ég er glaður að vera kominn hingað."

Fótboltinn hérna sterkari
Eins og áður kemur fram þá spilaði Obbekjær með 07 Vestur í Færeyjum á síðasta tímabili. Þar átti hann gott tímabil og var með betri varnarmönnum færeysku deildarinnar.

„Ég átti mjög gott tímabil. Þetta var öðruvísi en ég hef upplifað áður, að koma til Færeyja og að búa þar. Fótboltinn er líka öðruvísi en fyrir mig var þetta frábær reynsla hjá góðu félagi. Ég átti mjög gott tímabil og við vorum með mjög gott lið. Ég átti virkilega góðan tíma þarna," segir Obbekjær en hann segist vera kominn á hærra stig núna á Íslandi.

„Ég myndi segja að fótboltinn hérna sé sterkari. Aðstaðan hérna er betri og allt er aðeins stærra. Það er fleira fólk hérna og landið er nútímalegra. Fótboltalega séð er þetta betra og mér finnst það mjög gott skref fyrir mig að koma hingað, ég er jafnvel að taka tvö skref fram á við."

„Ég hafði nokkra möguleika en ekki mjög marga. Það voru nokkrir möguleikar á borðinu en þegar ég skoðaði þá gaumgæfilega þá var Breiðablik besti kosturinn. Þess vegna ákvað ég að koma hingað."

Þrátt fyrir að vera miðvörður þá skoraði hann sjö mörk í 48 leikjum með 07 Vestur. Hann segist hafa reynt að bæta markaskorun við sinn leik á síðustu árum.

„Það er eitthvað sem ég hef reynt að bæta við minn leik síðustu árin. Á síðasta ári borgaði það sig. Ég hef mikið æft mig við að skalla boltann og ég skoraði nokkrum sinnum með skalla á síðasta ári. Vonandi held ég því áfram hérna."

Gott að vera í slíku umhverfi
Obbekjær segist spenntur fyrir verkefninu í Kópavogi og er hann ánægður að vera kominn í metnaðarfullt umhverfi þar sem stefnan er sett á að vinna titla.

„Það er gott að vera í umhverfi þar sem þú ert að berjast um toppsætið. Það mun hjálpa mér að bæta mig. Ég hef fundið fyrir því að gæðin og krafturinn á æfingum eru á mjög háu stigi. Það eru allir að ýta á hvern annan svo við bætum okkur og náum markmiðum okkar sem er að vinna deildina aftur," segir danski miðvörðurinn.

„Ein af ástæðunum fyrir því að ég hafði mikinn áhuga á að koma hingað er sú að ég er að koma í lið með sterkt hugarfar og mikla þrá til að vinna. Ég er spenntur fyrir því."

Sá danski segir að liðsfélagar sínir í Breiðabliki hafi tekið vel á móti sér.

„Liðsfélagar mínar eru mjög vingjarnlegir og hafa tekið vel á móti mér. Þetta er góður hópur af strákum og ég hlakka til að kynnast þeim meira. Þegar tímabilið byrjar og við förum að skapa minningar saman þá held ég að þetta verði frábær hópur til að vera hluti af," segir Obbekjær.

Ætlar sér að vera í byrjunarliðinu
Damir Muminovic og Viktor Örn Margeirsson hafa myndað miðvarðapar Breiðabliks undanfarin ár og það hefur reynst erfitt fyrir aðra leikmenn að slá þá út úr liðinu. Obbekjær er staðráðinn í að vinna sér inn hlutverk í byrjunarliðinu.

„Ég kem hingað með það að markmiði að spila hvern einasta leik," segir hann.

„Ég veit að samkeppnin um miðvarðastöðurnar er mikil. Ég er vel meðvitaður um það en ég er tilbúinn í baráttuna. Ég býst við að vera í byrjunarliðinu. Við erum þrír góðir leikmenn en í kerfinu núna geta bara tveir okkar spilað. Þetta er opin barátta en ég vona að við getum ýtt hvor öðrum áfram til að verða betri. Ég vil að við sköpum gott umhverfi þar sem við ýtum hvor öðrum áfram og hjálpum liðinu saman."

Er á góðum stað núna
Obbekjær kom mjög ungur upp í meistaraflokkinn hjá OB í dönsku úrvalsdeildinni og varð hann á sínum tíma yngsti leikmaður í sögu félagsins til að byrja leik í dönsku úrvalsdeildinni. Hann spilaði þá marga leiki fyrir yngri landslið Danmerkur.

Er hann ánægður með það hvernig ferill hans hefur verið hingað til?

„Það eru auðvitað hlutir sem hefðu mátt fara betur. En á hverjum fótboltaferli eru hæðir og lægðir. Það hefur gert mig að þeim einstaklingi sem ég er í dag. Ég er stoltur af því," segir Obbekjær.

„Ef ég gæti breytt einhverju þá myndi ég ekki gera það. Upplifunin af því góða og slæma hefur mótað mig sem leikmann og sem manneskju. Mér finnst ég vera á góðum stað núna. Ég er hérna núna og einbeiting mín liggur hérna. Ég er mjög spenntur fyrir tímabilinu sem er framundan," sagði hann en það verður fróðlegt að fylgjast með þessum unga leikmanni í sumar.

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner