Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   mið 08. apríl 2020 13:09
Magnús Már Einarsson
Mane: Skil það ef Liverpool fær ekki titilinn
Sadio Mane, leikmaður Liverpool, segist skilja það ef að tímabilinu í Englandi verði aflýst og að liðið verði ekki enskur meistari.

Liverpool er með 25 stiga forskot þegar níu umferðir eru eftir en óvíst er með framhaldið í deildinni vegna kórónuveirunnar.

„Ég hugsa ekki um þetta ennþá. Ég elska starfið mitt og ég elska fótboltann. Ég vil vinna inni á vellinum," sagði Mane.

„Eg vil vinna leiki og ég vil ná í þennan bikar. Það er það sem ég myndi elska."

„En þegar staðan er svona þá mun ég sýna því skilning, hvað sem gerist."

Athugasemdir
banner