Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 08. apríl 2021 18:30
Aksentije Milisic
Rússland: Arnór lagði upp þegar CSKA komst í undanúrslit bikarsins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arsenal Tula 1-2 CSKA Moskva
1-0 Evgeni Lutsenko ('33)
1-1 Vadim Karpov ('48)
1-2 Mario Fernandes ('86)
Rautt Spjald: Evgeni Lutsenko ('55)

Arsenal Tula og CSKA Moskva áttust við í dag í 8-liða úrslitum rússneska bikarsins.

Arnór Sigurðsson var í byrjunarliðinu hjá CSKA í dag en hann lék fyrstu 60 mínúturnar. Hörður Björgvin Magnússon er frá vegna alvarlegra meiðsla.

Heimamenn í Tula byrjuðu betur og komust yfir á 33. mínútu með marki frá Evgeni Lutsenko. Staðan var 1-0 í hálfleik en snemma í þeim síðari jafnaði Vadim Karpov fyrir CSKA. Arnór Sigurðsson lagði upp markið.

Markaskorari Tula, Evgeni Lutsenko, fékk rautt spjald þegar rúmur klukkutími var eftir af leiknum og það tókst CSKA að nýta sér þó það hafi staðið tæpt.

Mario Fernandes gerði sigurmarkið fjórum mínútum fyrir leikslok og tryggði CSKA áfram í undanúrslit bikarsins.

Ásamt CSKA eru FK Akhmat, Lokomotiv Moscow og Krylya Sovetov komin áfram.
Athugasemdir
banner
banner