Höjlund kominn með verðmiða - Gibbs-White mun kosta sitt - Fer Saliba frítt eftir tvö ár?
   þri 08. apríl 2025 08:30
Elvar Geir Magnússon
„Ég held að það sé hægt að skera úr um þetta, boltinn er ekki allur inni“
Draugamark var skorað í Garðabæ.
Draugamark var skorað í Garðabæ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Örvar Eggertsson fagnar.
Örvar Eggertsson fagnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan vann FH 2-1 í Bestu deildinni en rætt verður um fyrsta markið í leiknum á mörgum kaffistofum í dag. Var boltinn kominn allur inn?

„Fyrsta mark Stjörnunnar er mjög umdeilt. Benedikt Warén tók aukaspyrnu inn á teiginn á Örvar Eggertsson sem náði skalla í átt að marki. Vilhjálmur Alvar dómari ætlaði ekki að dæma mark en það var aðstoðardómarinn sem lyfti upp flagginu og dæmdi markið," skrifaði Anton Freyr Jónsson, fréttamaður Fótbolta.net, á vellinum.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  1 FH

Myndavélarnar á Stöð 2 Sport voru ekki nægilega vel staðsettar til að skera úr um hvort Gylfi Már Sigurðsson aðstoðardómari hafi haft rétt fyrir sér.

Í Stúkunni var 'draugamarkið' skoðað aftur og aftur. Bjarni Guðjónsson, sérfræðingur þáttarins, fullyrti svo að boltinn gæti ekki verið kominn allur inn.

„Boltinn er ákveðið breiður þannig að ég ætla að vera ósammála ykkur. Ég held að það sé alveg hægt að skera úr um þetta. Boltinn er ekki allur yfir línuna. Markvörðurinn þarf þá að vera vel fyrir innan línuna. Að línuvörðurinn taki það upp hjá sér að dæma þetta sem mark…" sagði Bjarni en Ólafur Kristjánsson fullyrti að ómögulegt væri að komast að niðurstöðu miðað við þau sjónarhorn sem sýnd voru.
Innkastið - Stjörnurnar í sturtu og vonbrigði hjá Val
Athugasemdir
banner
banner