Fyrstu umferð Bestu deildarinnar er lokið en Stjarnan vann FH 2-1 í síðasta leik umferðarinnar.
Fyrsta mark leiksins var umdeilt en aðstoðardómarinn Gylfi Már Sigurðsson dæmdi að boltinn hafi verið inni og Stjarnan tók forystuna.
Fyrr um kvöldið vann Víkingur 2-0 sigur gegn ÍBV þar sem Gylfi Þór Sigurðsson fékk rauða spjaldið. Þetta var aðeins annað rauða spjald Gylfa á ferlinum, á eftir rauðu spjaldi með Swansea 2015.
Hér að neðan má sjá svipmyndir úr leikjunum:
Fyrsta mark leiksins var umdeilt en aðstoðardómarinn Gylfi Már Sigurðsson dæmdi að boltinn hafi verið inni og Stjarnan tók forystuna.
Fyrr um kvöldið vann Víkingur 2-0 sigur gegn ÍBV þar sem Gylfi Þór Sigurðsson fékk rauða spjaldið. Þetta var aðeins annað rauða spjald Gylfa á ferlinum, á eftir rauðu spjaldi með Swansea 2015.
Hér að neðan má sjá svipmyndir úr leikjunum:
Víkingur R. 2 - 0 ÍBV
1-0 Daníel Hafsteinsson ('49)
2-0 Gunnar Vatnhamar ('79)
Rautt spjald: Gylfi Þór Sigurðsson, Víkingur ('55)
Stjarnan 2 - 1 FH
1-0 Örvar Eggertsson ('64)
2-0 Andri Rúnar Bjarnason ('68)
2-1 Dagur Traustason ('90)
Athugasemdir