„Mér líður mjög vel, þetta var erfiður sigur og baráttu sigur." sagði Örvar Eggertsson leikmaður Stjörnunnar en Stjarnan vann FH 2-1 í fyrstu umferð Bestu deildar karla.
Lestu um leikinn: Stjarnan 2 - 1 FH
„Þetta var bara mjög erfiður leikur til að byrja á. Mér fannst seinni hálfleikurinn aðeins betri, meira control og við vorum aðeins yfir í baráttunni og þá skorum við mark og þetta var bara gríðarlega vel gert, frábær sigur."
Stjarnan komst yfir í leiknum með vægast sagt umdeildu marki þegar Benedikt Warén lyfti boltanum inn á teig FH eftir aukaspyrnu á hausinn á Örvari Eggertssyni sem skoraði. Vilhjálmur Alvar, dómari leiksins dæmdi ekkert en það var aðstoðardómari 1 sem flaggaði markið. Örvar sá boltann inni og flaggaði strax.
„Mér sýndist það. Ég fagnaði strax, mér fannst hann vera kominn allur inn en ég er ekki búin að sjá þetta aftur."
Viðtalið í heild sinni við Örvar má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.