Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
   mán 07. apríl 2025 21:58
Anton Freyr Jónsson
Heimir Guðjóns: Marklínutæknin ætti auðvitað að vera löngu komin hingað
Heimir Guðjónsson á hliðarlínunni í kvöld
Heimir Guðjónsson á hliðarlínunni í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Alltaf vonbrigði að tapa. Það voru forsendur til að gera meira. Mér fannst við skapa okkur góð færi og mögulega áttum við að fá víti í fyrri hálfleik. Aðeins í seinni hálfleik þá féllum við of langt niður og náðum ekki að setja nógu góða pressu á þá en sýndum karakter, komum til baka og fengum einhver færi þarna til að jafna leikinn." sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH eftir 2-1 tapið gegn Stjörnunni í fyrstu umferð Bestu deildarinnar.


Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  1 FH

„Algjörlega. Fyrstu 10-15 mínúturnar vorum við bara ekki með. Þeir komu grimmir út á heimavelli og við vorum bara ekki klárir og það var svona smá skrekkur í okkur, náðum ekkert að halda boltanum innan liðsins og þeir sóttu á okkur en svo náðum við að jafna okkur og eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn þá var þetta betra og betra."

Stjarnan komst yfir í leiknum með vægast sagt umdeildu marki þegar Benedikt Warén lyfti boltanum inn á teig FH eftir aukaspyrnu á hausinn á Örvari Eggertssyni sem skoraði. Vilhjálmur Alvar, dómari leiksins dæmdi ekkert en það var aðstoðardómari 1 sem flaggaði markið.

„Ég er ekki búin að sjá þetta. Línuvörðurinn var hundrað prósent öruggur á þessu. Ég haldi að það hafi verið mjög erfitt að sjá þetta, það var mjög þröngt þarna en vonandi var þetta réttur dómur."

Heimir var spurður út í marklínutæknina og hvort það hafi ekki verið gott að hafa hana í þessu atviki

„Það er engin spurning ég hef alltaf sagt það að marklínutæknin er það besta sem hefur komið fyrir fótboltann og það er bara algjör synd að það sé ekki komið hingað og ég vill fá VAR líka, ég ætlaði að segja það en marklínutæknin ætti auðvitað að vera löngu komin hingað."

FH sýndi þó karakter og minnkuðu muninn á 90 mínútu og lyftu liðinu öllu fram en náðu ekki að jafna leikinn undir lokin.

„Við hentum öllu fram í lokinn og vonbrigði að við skyldum ekki eftir að við fengum á okkur fyrsta markið að þá greip um sig smá svekkelsi í liðinu mínu og menn voru að fara út úr skipulaginu og gera einhverja aðra hluti sem við ætluðum ekki að gera og um leið og við gerum það á móti góðu liði eins og Stjörnunni þá fengum við á okkur annað mark og það er náttúrulega bara miklu auðvelda að koma til baka í 1-0 heldur en 2-0 og ekki gott að fá á okkur strax annað markið eftir fyrsta markið."

Nánar var rætt við Heimi í sjónvarpinu hér að ofan.



Athugasemdir