Úrvalsdeildarfélög vilja lykilmenn frá Leipzig - Juve gæti reynt að kaupa Tonali - Tottenham hafnar tilboðum - Griezmann fær nýjan samning -...
   þri 08. apríl 2025 20:57
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Meistaradeildin: Arsenal rúllaði yfir Real Madrid í seinni hálfleik - Inter lagði Bayern
Arsenal fagnar öðru marka Declan Rice
Arsenal fagnar öðru marka Declan Rice
Mynd: EPA
Lautaro Martinez kom Inter yfir
Lautaro Martinez kom Inter yfir
Mynd: EPA
Real Madrid er í ansi erfiðri stöðu
Real Madrid er í ansi erfiðri stöðu
Mynd: EPA
Arsenal rúllaði yfir Evrópumeistara Real Madrid í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld.

Liðin mættust á Emirates og heimamenn mættu gríðarlega ákveðnir til leiks. Thomas Partey var nálægt því að koma Arsenal yfir snemma leiks en það var William Saliba sem var fyrir og kom í veg fyrir að sínir menn myndu ná forystunni.

Vinicius Junior fékk fyrsta tækifæri Real Madrid en skot hans fór framhjá markinu.

Thibaut Courtois var heitur í marki Real Madrid í fyrri hálfleik og sýndi frábær tilþrif undir lok hálfleiksins.

Declan Rice átti fastan skalla sem Courtois varði frábærlega. Gabriel Martinelli fylgdi eftir úr þröngu færi og náði skoti á markið, Courtois var fljótur að átta sig og kom boltanum frá.

Rice var ekki búinn að segja sitt síðasta því hann kom Arsenal yfir eftir tæplega klukkutíma leik þegar hann skoraði með stórkostlegu skoti beint úr aukaspyrnu. Tíu mínútum síðar skoraði hann ekkert síðra mark aftur beint úr aukaspyrnu.

Arsenal menn voru ekki hættir því miðjumaðurinn Mikel Merino, sem hefur verið að spila framherjastöðuna í meiðslakrísu Arsenal, skoraði þriðja mark liðsins með viðstöðulausu skoti eftir sendingu frá Myles Lewis-Skelly.

Eduardo Camavinga kórónaði kvöldið fyrir Real Madrid þegar hann fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt í uppbótatíma.

Inter er með yfirhöndina gegn Bayern eftir sigur í Þýskalandi í kvöld.

Lautaro Martinez kom Inter yfir eftir glæsilega sókn en tíu mínútum áður hafði Harry Kane skotið í stöngina úr góðu færi.

Thomas Muller, sem mun yfirgefa Bayern eftir tímabilið, kom inn á sem varamaður þegar stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma. Tíu mínútum síðar jafnaði hann metin þegar hann skoraði af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá Konrad Laimer.

Davide Frattesi tryggði Inter sigurinn með marki eftir hraða sókn.

Arsenal 3 - 0 Real Madrid
1-0 Declan Rice ('58 )
2-0 Declan Rice ('70 )
3-0 Mikel Merino ('75 )
Rautt spjald: Eduardo Camavinga, Real Madrid ('90)

Bayern 1 - 2 Inter
0-1 Lautaro Martinez ('38 )
1-1 Thomas Muller ('85 )
1-2 Davide Frattesi ('88 )
Athugasemdir