Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 08. maí 2013 12:51
Daníel Freyr Jónsson
Heimild: The Times 
David Moyes tilkynntur hjá United á næsta sólarhringnum
David Moyes.
David Moyes.
Mynd: Getty Images
Það eru allar líkur á að Skotinn David Moyes, stjóri Everton, verði arftaki samlanda síns Sir Alex Ferguson sem stjóri Englandsmeistara Manchester United.

Moyes yfirgaf æfingasvæði Everton nú í hádeginu, en breskir fjölmiðlar eru nú einróma sammála um að hann taki við United og fullyrðir The Times til að mynda að ráðningin verði staðfest síðar í dag eða á morgun.

Samningur hins fimmtuga Moyes hjá Everton rennur út í lok tímabils. Ástæða þess að United gengur svo fljótt að í að finna nýjan stjóra ku vera sú staðreynd að félagið er skráð á hlutabréfamarkað. Óvissa til lengri tíma um hver verður næsti stjóri liðsins gæti orsakað mikið hrun á virði verðbréfa félagsins.

Þá hafa heimildamenn í herbúðum United tjáð fjölmiðlum að Jose Mourinho, stjóri Real Madrid, hafi aldrei komið til greina sem arftaki Ferguson.
Athugasemdir
banner
banner