Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
   lau 08. maí 2021 21:51
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Fannst þetta vera klár rangstaða en ég hef ekki alltaf rétt fyrir mér"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst þetta hörkuleikur og Víkingarnir eru með hörkulið. Það var svakalega svekkjandi að fá á sig mark svona snemma leiks. Við létum það ekki slá okkur út af laginu og sköpuðum okkur nóg af færum til að gera meira en eitt eða tvö mörk," sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, í viðtali við Hafliða Breiðfjörð eftir jafntefli gegn Víkingi í kvöld.

Lestu um leikinn: ÍA 1 -  1 Víkingur R.

„Mér fannst þetta vera klár rangstaða en ég hef ekki alltaf rétt fyrir mér. Ég er ekki búinn að sjá þetta aftur en mér fannst þetta alltaf trufla markmanninn," sagði Jói Kalli sem var ósáttur með markið sem Víkingur skoraði á upphafsmínútu leiksins. Boltinn hrökk af Árna Snæ, markverði ÍA, í Helga Guðjónsson í netið.

„Við komumst í betri stöður, hærra á vellinum í seinni hálfleik og Þórður ver í þrígang alveg frábærlega og heldur Víkingum í forystunni þangað til við fáum vítið. Það er mín skoðun að við vorum betri í leiknum. Ég man ekki eftir neinu einasta færi sem Víkingarnir fengu."

Brynjar Snær Pálsson þótti eiga góðan dag á miðjunni hjá Skagamönnum.

„Brynjar er hörku leikmaður og á bara eftir að verða betri. Hann á eftir að fá meiri reynslu, hann er góður í fótbolta og með góðar spyrnur," sagði Jói Kalli að lokum.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner