Tottenham vill McTominay - Napoli reynir við Mainoo í janúar - Villa í viðræðum við Rogers um nýjan samning
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
   lau 08. maí 2021 21:51
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Fannst þetta vera klár rangstaða en ég hef ekki alltaf rétt fyrir mér"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst þetta hörkuleikur og Víkingarnir eru með hörkulið. Það var svakalega svekkjandi að fá á sig mark svona snemma leiks. Við létum það ekki slá okkur út af laginu og sköpuðum okkur nóg af færum til að gera meira en eitt eða tvö mörk," sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, í viðtali við Hafliða Breiðfjörð eftir jafntefli gegn Víkingi í kvöld.

Lestu um leikinn: ÍA 1 -  1 Víkingur R.

„Mér fannst þetta vera klár rangstaða en ég hef ekki alltaf rétt fyrir mér. Ég er ekki búinn að sjá þetta aftur en mér fannst þetta alltaf trufla markmanninn," sagði Jói Kalli sem var ósáttur með markið sem Víkingur skoraði á upphafsmínútu leiksins. Boltinn hrökk af Árna Snæ, markverði ÍA, í Helga Guðjónsson í netið.

„Við komumst í betri stöður, hærra á vellinum í seinni hálfleik og Þórður ver í þrígang alveg frábærlega og heldur Víkingum í forystunni þangað til við fáum vítið. Það er mín skoðun að við vorum betri í leiknum. Ég man ekki eftir neinu einasta færi sem Víkingarnir fengu."

Brynjar Snær Pálsson þótti eiga góðan dag á miðjunni hjá Skagamönnum.

„Brynjar er hörku leikmaður og á bara eftir að verða betri. Hann á eftir að fá meiri reynslu, hann er góður í fótbolta og með góðar spyrnur," sagði Jói Kalli að lokum.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner