Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
   lau 08. maí 2021 21:51
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Fannst þetta vera klár rangstaða en ég hef ekki alltaf rétt fyrir mér"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst þetta hörkuleikur og Víkingarnir eru með hörkulið. Það var svakalega svekkjandi að fá á sig mark svona snemma leiks. Við létum það ekki slá okkur út af laginu og sköpuðum okkur nóg af færum til að gera meira en eitt eða tvö mörk," sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, í viðtali við Hafliða Breiðfjörð eftir jafntefli gegn Víkingi í kvöld.

Lestu um leikinn: ÍA 1 -  1 Víkingur R.

„Mér fannst þetta vera klár rangstaða en ég hef ekki alltaf rétt fyrir mér. Ég er ekki búinn að sjá þetta aftur en mér fannst þetta alltaf trufla markmanninn," sagði Jói Kalli sem var ósáttur með markið sem Víkingur skoraði á upphafsmínútu leiksins. Boltinn hrökk af Árna Snæ, markverði ÍA, í Helga Guðjónsson í netið.

„Við komumst í betri stöður, hærra á vellinum í seinni hálfleik og Þórður ver í þrígang alveg frábærlega og heldur Víkingum í forystunni þangað til við fáum vítið. Það er mín skoðun að við vorum betri í leiknum. Ég man ekki eftir neinu einasta færi sem Víkingarnir fengu."

Brynjar Snær Pálsson þótti eiga góðan dag á miðjunni hjá Skagamönnum.

„Brynjar er hörku leikmaður og á bara eftir að verða betri. Hann á eftir að fá meiri reynslu, hann er góður í fótbolta og með góðar spyrnur," sagði Jói Kalli að lokum.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner